Öll tilboð hátt yfir áætlun

Tilboð í Hamar, nýtt verknámshús við Fjölbrautaskóla Suðurlands, voru opnuð í síðustu viku hjá Ríkiskaupum. Jáverk á Selfossi átti lægsta boðið, 815,4 milljónir króna.

Aðeins þrjú fyrirtæki buðu í verkið og voru öll talsvert yfir kostnaðaráætlun.

Ístak bauð 919 milljónir króna og Íslenskir aðalverktakar buðu 947,5 milljónir. Kostnaðaráætlun verksins var 760,8 milljónir og þvú er lægsta tilboðið um 55 milljónum umfram áætlun.

Að sögn Guðmundar Hannessonar, yfirmanns ráðgjafasviðs Ríkiskaupa, kemur sú staða upp reglulega að ríkið eigi ekki aðra kosti en að hafna öllum tilboðum þþegar þau eru vel yfir kostnaðaráætlunum. Hann vill þó ekki fullyrða að slíkt verði gert í þessu tilfelli. Um sé að ræða verkefni sem sé bundið við framlag á fjárlögum, en dæmi séu um verk þar sem reynt sé að útvega aukafjármagn svo ekki þurfi að hætta við framkvæmdina. Slíkt miðist þó allt við hversu mikill aukakostnaður sé.

Sveitarfélög sem eiga aðild að FSu kosta 40% af byggingu Hamars og að sögn Ástu Stefánsdóttu, sem á sæti í byggingarnefnd, eru þeir fjármunir til að mestu í sjóði.

Fyrri greinDagný þýskur meistari með Bayern
Næsta greinLögreglan í hálendiseftirliti