Framrás bauð lægst í vegagerð

Framrás ehf í Vík bauð lægst í endurbyggingu Sólheimajökulsvegar og Landeyjavegar sem ljúka á í sumar.

Um er að ræða endurbyggingu á 4,2 km Sólheimajökulsvegar og 2,6 km Landeyjavegar, ásamt útlögn klæðingar og frágangi.

Fjögur verktakafyrirtæki buðu í verkið og voru öll tilboðin yfir 72,8 milljón króna áætluðum verktakakostnaði.

Tilboð Framrásar hljóðaði upp á tæpar 77,6 milljónir króna, sem er 106,6% af kostnaðaráætlun. Vörubílstjórafélagið Mjölnir á Selfossi bauð tæpar 79,7 milljónir króna, Þjótandi á Hellu rúmar 85,3 milljónir króna og Borgarverk í Borgarnesi 88,7 milljónir króna.

Verkinu á að vera að fullu lokið þann 15. júlí næstkomandi.

Fyrri greinListasafnið og Orgelsmiðjan á Eyrarrósarlistanum
Næsta greinRuth ráðin til Bókabæjanna