Sunnlendingar í framboði fyrir Vöku

Vaka félag lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla Íslands hefur kynnt framboðslista sína til Stúdentaráðs í ár. Páll Óli Ólason, frá Litlu-Sandvík, leiðir lista Vöku á heilbrigðisvísindasviði.

Fleiri Sunnlendingar eru meðal frambjóðenda Vöku, þau Laufey Rún Þorsteinsson frá Kotströnd, Andri Hrafn Hallsson frá Selfossi og Steinar Sigurjónssyni frá Miðengi í Grímsnesi.

Vaka er í meirihluta í Stúdentaráði en félagið á nítján fulltrúa í Stúdentaráði af 27.

Í tilkynningu frá félaginu segir að á síðastliðnum árum hafi Vaka áorkað miklu; meðal annars opnaði Stúdentakjallarinn 1. desember 2012, nýjir stúdentagarðar voru teknir í notkun árið 2013 auk þess sem Stúdentaráð höfðaði mál gegn ríkinu þegar Lánasjóður íslenskra námsmanna hugðist breyta úthlutnarreglum sínum með stuttum fyrirvara og sigraði.

Félagið er óflokkspólitískt afl og starfar einungis eftir stefnu sem miðar að því að tryggja hagsmuni þess fjölbreytta hóp einstaklinga sem sækir nám við Háskóla Íslands.

Vaka býður fram fjölbreyttan hóp öflugra einstaklinga á stórafmælisári sínu, fjölmargir frambjóðenda sitja í Stúdentaráði nú í ár en auk þeirra eru öflugir nýliðar sem eru að stíga sín fyrstu skref í hagsmunabaráttunni.

Efstu menn á listum Vöku:

Félagvísindasvið:
1. Egill Þór Jónsson, félagsfræði
2. Matthildur Þórðardóttir, stjórnmálafræði
3. Áslaug Björnsdóttir, lögfræði
4. Tryggvi Másson, viðskiptafræði
5. Lilja Gylfadóttir, viðskiptafræði
6. Ragnheiður Harpa Haraldsdóttir, mannfræði
7. Kristófer Már Maronsson, hagfræði

Verkfræði- og náttúruvísindasvið:
1. Aron Ólafsson, ferðamálafræði
2. Elísabet Ýr Sigurðardóttir, tölvunarfræði
3. Ásmundur Þrastarson, umhverfis- og byggingarverkfræði
4. Hilmar Steinn Gunnarsson, vélaverkfræði
5. Kristbjörg Anna Þórarinsdóttir, eðlisfræði

Hugvísindasvið:
1. Aldís Mjöll Geirsdóttir, ritlist
2. Jóhanna Gunnþóra Guðmundsdóttir, heimspeki
3. Atli Jasonarson, íslenska
4. Jami Ashley Kirby, íslenska sem annað mál
5. Elísabet Blöndal, franska

Heilbrigðisvísindasvið:
1. Páll Óli Ólason, læknisfræði
2. Silja Rán Guðmundsdóttir, sálfræði
3. Sunneva Björk Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræði
4. Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir, læknisfræði
5. Steinþór Kristjánsson, sálfræði

Menntavísindasvið:
1. Guðrún Edda Reynisdóttir, tómstunda- og félagsmálafræði
2. Andri Rafn Ottesen, kennslufræði
3. Eyja Eydal, uppeldis- og menntunarfræði
4. Tanja Kristín Leifsdóttir, kennslufræði
5. Ingimar Guðmundsson, tómstunda- og félagsmálafræði

Fyrri greinMeirihlutinn á bláþræði
Næsta greinMargar spennandi og flottar viðureignir