Eyþór skipaður formaður Þjóðleikhúsráðs

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Eyþór Laxdal Arnalds, framkvæmdastjóra á Selfossi, sem formann Þjóðleikhúsráðs frá 1. febrúar nk.

Eyþór er Þjóðleikhúsinu að góðu kunnur og lék ungur í ýmsum leikritum m.a. í Þjóðleikhúsinu 1976-77. Hann lauk burtfararprófi í sellóleik 1988 og tónsmíðanámi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík sama ár. Eyþór hefur lokið MBA námi og stundað framhaldsnám í hagsögu við Harvard háskóla í Bandaríkjunum.

Eyþór er framkvæmdastjóri Strokks Energy og er fyrrum oddviti D-listans í Árborg.

Með Eyþóri í Þjóðleikhúsráði eru Herdís Þórðardóttir, Ragnar Kjartansson, Randver Þorláksson og Agnar Jón Egilsson.

Fyrri greinHjalti Tomm: Ábyrgðarleysi og lítilsvirðing Samtaka atvinnulífsins
Næsta grein„Fólk er orðið langþreytt á láglaunastefnunni“