Búið að opna Hellisheiði og Þrengsli

Búið er að opna Hellisheiði og Þrengsli en þar er hálka og ökumenn hvattir til að fara varlega.

Frá Kirkjubæjarklaustri og vestur fyrir Vík er þæfingsfærð og snjókoma og óveður við Hvamma.

Djúp lægð fylgir á eftir óveðursskilunum sem fara yfir norðan- og austanvert landið í kvöld. Snýst í SV-átt og kólnar aftur niður undir frostmark með éljum undir miðnætti. Hvessir aftur og suðvestan- og vestanlands er reiknað er með allt að 18-23 m/s um tíma í nótt og fram á morguninn. Einna hvassast verður á Suðurnesjum og búist við að skyggni verði lítið í hryðjunum.

Fyrri greinStyrmir bætti eigið met
Næsta greinTímamót í notkun seyru til landgræðslu