Lágmarksútsvar og skuldlaust sveitarfélag

Gamla Þjórsárbrú og Hekla. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Sveitarstjórn Ásahrepps samþykkti fjárhagsáætlun fyrir árin 2015-2018 samhljóða á fundi sínum í dag. Þar voru staðfest fyrri áform um að lækka leikskólagjöld um 50% og að elsti árgangur leikskólans verði gjaldfrjáls.

Þá verða teknar upp tómstundagreiðslur í fyrsta sinn að hámarki 50 þúsund á ári fyrir börn og ungmenni í hreppnum.

Í fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir ríflega 90 milljón króna fjárfestingu í ljósleiðara á tveimur árum og að sveitarfélagið verði skuldlaust með öllu árið 2017. Þá var útsvarið í Ásahreppi lækkað í 12,44% sem er lágmarksútsvar.

Helstu atriði í fjárhagsáætlun og áætlunina í heild sinni má sjá á heimasíðu Ásahrepps.

Fyrri greinHamar fann ekki körfuna í lokin
Næsta greinFjölskyldan í jólaskap