Einn sendur akút á sjúkrahús

Lionsklúbbur Hveragerðis og Lionsklúbburinn Eden buðu upp á blóðsykurmælingu í Sunnumörk í samstarfi við Hjúkrunarheimilið Ás og Heilsugæsluna í Hveragerði á dögunum.

Mældir voru 430 einstaklingar og af þeim var einn sendur akút á sjúkrahús en fjórir aðrir í frekari skoðun til læknis við fyrsta tækifæri.

Boðið var upp á mælinguna í tilefni af Alþjóðaþjóðadegi sykursjúkra, þann 14. nóvember síðastliðinn, en nóvember er mánuður sykurssýkisvarna. Mælt var í tvo daga, í þrjár klukkustundir hvorn dag.

Fyrri greinNova setur upp sendi í Þykkvabæ
Næsta greinSjö á sjúkrahús í tveimur hörðum árekstrum