Kirkjan selur jarðir og prestssetur

Kirkjuþing verður sett í Grensáskirkju í fyrramálið. Fyrir þinginu liggur tillaga kirkjuráðs um sölu á ýmsum fasteignum í eigu kirkjumálasjóðs, meðal annars í Suðurprófastsdæmi.

Um er að ræða Hrunaheiðar í Hrunamannahreppi ásamt tilheyrandi veiðiréttindum, Brattahlíð 5 sem er prestssetrið í Hveragerði, Túngötu 20 sem er prestssetrið á Eyrarbakka og jarðirnar Hraungerði og Vola í Flóahreppi.

Gert er ráð fyrir að þingið standi yfir í fram í næstu viku. Meðal annars liggja fyrir því tillögur um skipulag þjónustu kirkjunnar og prestsþjónustunnar í landinu, fjármál þjóðkirkjunnar, drög að frumvarpi til nýrra þjóðkirkjulaga og endurskoðuð jafnréttisáætlun þjóðkirkjunnar.

Einnig liggja fyrir tillögur um stefnumótun í samkirkjumálum og breytingar á starfsreglum um kirkjutónlistarmál.

Fyrri greinSunnlendingum boðið í kjötsúpu
Næsta greinRenuka hleypur gegn ebólu