Mengunarmælir á lögreglustöðina

„Mælirinn kemur til landsins eftir tvær vikur og verður staðsettur á lögreglustöðinni þar sem hægt verður að fylgjast með honum allan sólarhringinn,“ segir Ásta Stefánsdóttir, formaður Almannavarnarnefndar Árnessýslu.

Mengunarmælir, sem nefndin hefur ákveðið að kaupa í samvinnu við Brunavarnir Árnessýslu, verður staðsettur á Selfossi.

Um handmæli er að ræða sem gefur frá sér hávært hljóðmerki þegar mengun sem hefur áhrif á loftgæði er komin yfir ákveðin mörk. Næsti mengunarmælir við Selfoss er staðsettur í Hveragerði.

Nýi mælirinn kostar um 200.000 krónur.

Fyrri greinSveitt að safna peningum
Næsta greinSkaftholt og Sólheimar hljóta tilnefningu