Haraldur og stjórnin sögðu af sér

Har­ald­ur Þór­ar­ins­son í Laugardælum, formaður Lands­sam­bands hesta­manna­fé­laga, sem og öll stjórn sam­bands­ins, sagði af sér á Landsþingi LH sem lauk á Selfossi í dag.

Þetta staðfesti­ Jón­ína Stef­áns­dótt­ir, formaður hesta­manna í Skagaf­irði í sam­tali við mbl.is.

Har­ald­ur og stjórn LH hafa verið harðlega gagn­rýnd fyr­ir að ákveða að ganga til viðræðna við hesta­manna­fé­lagið Sprett varðandi lands­mót hesta­manna 2016. Vakti það mikla óánægju meðal hesta­manna í Skagaf­irði en und­ir­rituð hafði verið vilja­yf­ir­lýs­ing þess efn­is, að lands­mótið 2016 yrði haldið á Vind­heima­mel­um í Skagaf­irði, fyrr á ár­inu.

Að sögn Jón­ínu var verið var að und­ir­búa til­lögu um van­traust á Har­ald áður en hann sagði af sér fyrr í dag.

„Það fór fram at­kvæðagreiðsla um að draga til baka þá til­lögu að ganga til viðræðna um lands­mótið við Sprett. Við sigruðum í at­kvæðagreiðslunni með rúm­lega 20 at­kvæða mun og Har­ald­ur sagði af sér í kjöl­farið,“ seg­ir Jón­ína sem seg­ist vera ánægð með niður­stöðu kosn­ing­anna.

„Mér fannst þessi vinnu­brögð fyr­ir neðan all­ar hell­ur. En mér finnst þetta gott hjá Har­aldi, ég veit ekki hvernig hann hefði ætlað að starfa áfram ann­ars,“ bætti Jónína við.

Landsþing­inu hef­ur verið frestað til 8. nóv­em­ber.

Fyrri greinSelfoss upp í 6. sætið
Næsta greinTvö gull á haustmótunum