Aðeins fimmtán verkefni styrkhæf

Alls bárust 93 umsóknir um styrki til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar en SASS auglýsti styrkina nýverið. Ákveðið var að styrkja 15 verkefni að þessu sinni og var einungis helmingi styrktarupphæðarinnar úthlutað, eða 22,1 milljón króna.

Hæsti styrkurinn, um 4 milljónir króna, fer í frumkvæðisverkefnis á vegum SASS, en heiti verkefnisins er Atvinnuskapandi nemendaverekfni á Suðurlandi.

Fyrri greinKristinn Þór og Agnes valin í landsliðshóp FRÍ
Næsta greinHveragerði tapaði fyrir Garðabæ