Búist við gasmengun í uppsveitum í dag

Nú um helgina er búist við lægðagangi yfir landið með tilheyrandi breytingum í vindátt. Búast má við gasmengun frá eldgosinu í Holuhrauni víða um land í dag.

Í dag verður suðaustlæg eða breytileg átt. Búast má við gasmengun einkum vestur af eldstöðinni. Mengunarsvæðið nær u.þ.b. frá Húsavík að Blönduósi og yfir hálendið suður á Suðurland.

Á morgun, sunnudag, verður vestlæg átt og má þá búast má við gasmengun á Austurlandi.

Eftir helgi er síðan búist við suðaustan- og sunnanátt verði ríkjandi og er útlit fyrir hvassan vind með köflum.

Vegna lægðagangsins verður gasdreifingarspáin flókin og getur verið erfitt að henda reiður á því hvar mengunin er og hvert hún stefnir. Það jákvæða er að sífelldir snúningar í vindátt ættu að þýða að gasið staldri ekki lengi við á hverjum stað.

Fyrri greinHarður árekstur á Selfossi
Næsta greinBíó á Laugarvatni