Mengunarmælum fjölgað á Suðurlandi

Á allra næstu dögum mun Umhverfisstofnun í samstarfi við Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra auka stórlega vöktun á styrk brennisteinsdíoxíðs frá eldgosinu í Holuhrauni.

Á Suðurlandi verða nettengdir mælar staðsettir á Leirubakka í Landsveit, í Hveragerði og við Hellisheiðarvirkjun.

Áætlanir gera síðan ráð fyrir staðsetningu nýrra mæla á Kirkjubæjarklaustri, í Vík og á Hvolsvelli og verður uppsetning þeirra unnin í samstarfi við sveitastjórnir á hverjum stað.

Fram kemur í tilkynningu frá Umhverfisstöfnum að keyptir hafa verið 40 mælar og verður mælingin í höndum þeirra sem starfa að almannavörnum á hverjum stað, s.s lögreglu.

Við venjubundnar aðstæður hefur hefur SO2 nær eingöngu verið mælt í nágrenni stóriðjufyrirtækja. Eftir að eldgosið hófst og mengun frá brennisteinsdíoxíði er orðin raunverulegt vandamál í byggð skapaðist þörf fyrir að þétta mælinetið verulega og gera það hratt.

Almannavarnaryfirvöld í samráði við Umhverfisstofnun óskuðu eftir því við Landvirkjun, Alcoa, Norðurál og Elkem að þessi fyrirtæki lánuðu hluta af sínum mælibúnaði til þessa verkefnis. Þá hafa Landsvirkjun, HS Orka og Orkuveita Reykjavíkur breytt sínum mælum sem þessi fyrirtæki höfðu til að mæla H2S (brennisteinsvetni) á jarðhitasvæðum til að mæla einnig SO2.

Fyrri greinVilhjálmur mætir á laugardagsfund
Næsta greinÖrvar leikmaður ársins