Gleðidagur í FSu

Síðastliðinn þriðjudag var stuð og gleði í Fjölbrautaskóla Suðurlands, á Gleðidegi. Nemendum var boðið í Iðu þar sem hljómsveitin Kiriyama family hélt örtónleika.

Því næst steig uppistandarinn og gleðigjafinn Þorsteinn Guðmundsson á svið og kitlaði hláturtaugar nemenda og starfsfólks. Eftir skemmtunina var boðið upp á grillaðar pylsur að góðum sið, en matreiðslan var í höndum starfsmanna.

Gleðidagur er hluti af dagskrá í byrjun skólaárs sem hefur það að markmiði að bjóða nýja nemendur velkomna í skólann.

Nemendafélag FSu heldur á næstunni busaball og busakvöldvöku til að heiðra og skemmta nýjum nemendum.

Fyrri greinLíni og Sigurjón í baráttunni – Bræðurnir leiða jeppaflokkinn
Næsta greinSaga kvennaknattspyrnunnar á Selfossi – III