Allir öruggir heim

Flugbjörgunarsveitin á Hellu afhenti í dag 4 og 5 ára börnum í leikskólanum Heklukoti á Hellu endurskinsvesti sem nýtast vonandi vel þegar farið er í vettvangsferðir.

Slysavarnafélagið Landsbjörg stendur að verkefninu ásamt fleiri fyrirtækjum en á vestunum stendur slagorð átaksins „Allir öruggir heim“.

Í frétt á Facebooksíðu FBSH segir að það sé von björgunarsveitarfólksins að vestin nýtist vel í starfi leikskólans. Þá eru allir hvattir til að nota endurskinsmerki í skammdeginu, ungir sem aldnir.

Fyrri greinNorðurljósin í beinni frá Hestheimum
Næsta greinLíni og Sigurjón í baráttunni – Bræðurnir leiða jeppaflokkinn