Stefnt að opnun 1. febrúar

Framkvæmdir við endurbætur og viðbyggingu leikskólans Krakkaborgar á Þingborg í Flóahreppi standa nú yfir. Búið er að steypa gólfplötu og vinna hafin við að undirbúa uppsteypu á útveggjum.

Ákvörðun hefur verið tekin um að ytra útlit skuli vera í samræmi við útlit Flóaskóla hvarð varðar lit á klæðningarefni og gluggum. Stjórnendum leikskólans hefur verið falið að koma með tillögur um fyrirkomulag innréttinga miðað við þarfir innra starfs í leikskólanum.

Stefnt er að því að hægt verði að hefja starf í nýju og endurbættu húsnæði 1. febrúar 2015.

Fyrirtækið JÁVERK á Selfossi sér um framkvæmdir.

Fyrri greinAusturvegurinn malbikaður í dag
Næsta greinRally Reykjavík hefst í dag