Austurvegurinn malbikaður í dag

Vegagerðin hefur gefið heimild til framkvæmda við malbikun á Austurvegi á Selfossi og verður unnið að verkinu fimmtudaginn 28. ágúst milli klukkan 7 og 19.

Með malbikuninni er verið að lagfæra „viðgerðir“ á götunni sem unnar voru fyrr í sumar. Útkoman þá varð afskaplega óslétt og olli titringi, bæði á höggdeyfum ökutækja sem um Austurveginn fóru, sem og í bæjarkerfinu. Málið var meðal annars tekið fyrir í bæjarráði og bæjarstjórn og úrbóta krafist strax.

Unnið verður á kaflanum frá Reynivöllum að Tryggvatorgi. Hjáleiðir verða merktar en gert er ráð fyrir að framkvæmdir við malbikun verði frá 07:00 og 19:00.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar á vinnusvæðinu.

Fyrri greinSigdældir suðaustan við Bárðarbungu
Næsta greinStefnt að opnun 1. febrúar