Ekki fleiri stöðvaðir síðan 2008

Í ár, eins og fyrri ár, hefur ein stærsta áhersla lögreglumanna við embættið á Hvolsvelli verið eftirlit með hraðakstri. Það sem af er árinu hafa tæplega 1.400 ökumenn verið stöðvaðir vegna hraðakstur.

Fjórðungur þessara ökumanna er með íslenskt ríkisfang en ekki hafa fleiri verið stöðvaðir í umdæminu frá því á sama tíma árið 2008.

Yfir 90% þessara mála er lokið með greiðslu sektar á staðnum, en í nokkrum tilfellum hafa ökumenn verið sviptir ökuréttindum.

Lögreglan á Hvolsvelli leggur mikla áherslu á þennan málaflokk þar sem margir og fjölfarnir vegir liggja um og í gegnum umdæmið.

„Við hvetjum alla þá sem ferðast hér um að að áætla sér nægan tíma til ferðalaga og njóta útsýnisins á leið sinni í gegnum umdæmið. Einnig bendum við þeim sem koma að samskiptum við erlenda ferðamenn á að ræða hámarkshraða á vegum landsins og nauðsyn þess að fylgja þeim lögum og reglum sem hér eru settar,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Fyrri greinGuðrún frá Lundi slær sölumet
Næsta grein1208 nemendur hefja nám í grunnskólum Árborgar