Ólafur Helgi verður lögreglustjóri á Suðurnesjum

Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður Árnesinga, hefur verið skipaður lögreglustjóri á Suðurnesjum.

Ólafur tekur við starfinu af Sigríði Björk Guðjónsdóttur, sem hefur verið skipuð lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.

Eins og greint hefur verið frá mun lögreglu- og sýslumannsembættum fækka um komandi áramót. Anna Birna Þráinsdóttir, sýslumaður í Vík, verður sýslumaður á Suðurlandi og Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli, verður lögreglustjóri á Suðurlandi.

Fyrri greinCaput í Skálholti í kvöld
Næsta greinTekjur hafnarsjóðs aukast verulega á milli ára