Byrja á stærsta minkabúi landsins í sumar

„Við stefnum á að byrja á fyrsta áfanganum í sumar, sem er 4.300 fermetrar og halda síðan ótrauðiráfram þangað til að húsið er risið en það verður um 21 þúsund fermetrar að stærð með 10 þúsund læðum og þar með langstærsta minkabú landsins,“ segir Ármann Einarsson í Þorlákshöfn.

Hann er einn fjögurra þar í bæ, sem standa að byggingu hússins. Heildarkostnaður við framkvæmdina er um einn milljarður króna og munu um tólf starfsmenn vinna í búinu.

„Sveitarfélagið Ölfus styður heilshugar bygginguna en nú bíðum við bara niðurstöðu ríkisvaldsins, hvort tilskilin leyfi fást þaðan, við erum mjög bjartsýnir á það,“ segir Ármann ennfremur.

Með honum í verkefninu eru þeir Stefán Jónsson, Guðbrandur Örn Einarsson og Brynjar Gígja.

Fyrri greinViðbyggingin klár eftir ár
Næsta greinStrákarnir okkar: Viðar skoraði og lagði upp