Viðbyggingin klár eftir ár

„Stefnt er að því að klára bygginguna næsta vor, gert er ráð fyrir að hafist verði handa á næstu dögum og fyrsta skóflustungan tekin í kringum næstu mánaðamót,“ segir Ásta Stefánsdóttir, aðspurð um framkvæmdaáætlun vegna nýrra viðbyggingar við Sundhöll Selfoss.

JÁVERK mun byggja en unnið er að lokafrágangi á teikningum þessa daga. Um tveggja hæða hús er að ræða, auk kjallara að hluta, í heildina tæplega 3000 fermetrar.

Kostnaður verður um 470 milljónir króna að sögn Ástu.

Í fyrra sóttu um 200 þúsund gestir sundlaugarnar í sveitarfélaginu, þe. á Stokkseyri og á Selfossi, þarf af um 190 þúsund í laugina á Selfossi.

Fyrri grein28 íbúðir ofan á Kjarnann
Næsta greinByrja á stærsta minkabúi landsins í sumar