Ragnar nýr formaður BSSL

Ragnar M. Lárusson frá Stóra-Dal í Rangárþingi eystra er nýr formaður Búnaðarsambands Suðurlands en aðalfundur sambandsins fór fram á Flúðum á dögunum.

Ragnar tekur við embættinu af Guðbjörgu Jónsdóttur á Læk í Flóahreppi en hún var formaður í sex ár.

Aðrir í stjórn eru þau Gunnar Kristinn Eiríksson, Túnsbergi, varaformaður og Jón Jónsson, Prestbakka ritari. Meðstjórnendur eru Baldur Indriði Sveinsson, Litla- Ármóti og Erlendur Ingvarsson, Skarði.

Fyrri greinMarín Laufey í Keflavík
Næsta greinFjárhús rís á Stóra-Ármóti