Tíu hektarar undir hvönn

Bæjarráð Árborgar hefur samþykkt að leigja Þresti Þorsteinssyni tæplega 10 hektara land á Eyrarbakka til ræktunar á hvönn.

Þröstur ætlar að selja Saga Medica hvönnina til notkunar við gerð náttúrulyfja.

Segir Þröstur auðvelt að halda hvönninni í skefjum þannig að hún breiðist ekki út, t.d. með sauðfjárbeit.

Plantað verður í nokkra hektara í vor.

Fyrri greinHelgi Haralds: Miðbæ eða „moll“
Næsta greinMarín Laufey í Keflavík