Listi Samfylkingarinnar í Hveragerði samþykktur

Framboðslisti Samfylkingarinnar og óháðra í Hveragerði var samþykktur á félagsfundi í gærkvöldi. Njörður Sigurðsson, sagnfræðingur og varabæjarfulltrúi, leiðir listann.

Framboðslistann skipar fólk með fjölbreyttan bakgrunn, menntun og störf. Jafnt kynjahlutfall er á listanum.

Í öðru sæti er Viktoría Sif Kristinsdóttir, grunnskólakennari og verkefnastjóri við Grunnskólann í Hveragerði, Guðjón Óskar Kristjánsson bifvélavirki og tónlistarmaður í Hveragerði skipar þriðja sætið og í fjórða sæti er Bjarney Sif Ægisdóttir náms- og starfsráðgjafi við Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Listann skipa:
1. Njörður Sigurðsson, sagnfræðingur
2. Viktoría Sif Kristinsdóttir, grunnskólakennari og verkefnastjóri
3. Guðjón Óskar Kristjánsson, bifvélavirki og tónlistarmaður
4. Bjarney Sif Ægisdóttir, náms- og starfsráðgjafi
5. Walter Fannar Kristjánsson, atvinnubílstjóri
6. Álfhildur E. Þorsteinsdóttir, talmeinafræðingur
7. Davíð Ágúst Davíðsson, innkaupafulltrúi
8. Kristbjörg Erla Hreinsdóttir, viðskiptafræðingur
9. Erla María Gísladóttir, náms- og starfsráðgjafi
10. Gísli Magnússon, rafeindavirki
11. Valdimar Ingvason, húsasmiður
12. Sigurbjört Gunnarsdóttir, heilari
13. Sigurgeir Guðmundsson, sundlaugarvörður
14. Anna Sigríður Egilsdóttir, förðunarfræðingur

Samfylkingin bauð ekki fram sér í kosningunum 2010 en var þá hluti af A-listanum sem fékk tvo bæjarfulltrúa kjörna.

Fyrri greinSelfoss mætir Stjörnunni í umspilinu
Næsta greinFrisbígolfvöllur í bígerð á Flúðum