Andrés leiðir Vinstri græna í Árborg

Andrés Rúnar Ingason, varabæjarfulltrúi, leiðir lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Árborg sem samþykktur var á félagsfundi í gærkvöldi.

Margrét Magnúsdóttir garðyrkjufræðingur er í öðru sæti en Þórdís Eygló Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi, gefur ekki kost á sér að þessu sinni og skipar hún heiðurssæti listans. Vg fékk einn bæjarfulltrúa kjörinn í kosningunum 2010.

Listinn er þannig skipaður:
1. Andrés Rúnar Ingason, varabæjarfulltrúi, Selfossi
2. Margrét Magnúsdóttir, garðyrkjufræðingur, Selfossi
3. Haukur Örn Jónsson, fangavörður, Eyrarbakka
4. Elín Finnbogadóttir, ferðamálafræðingur og kennari, Selfossi
5. Óðinn Kalevi Andersen, skrifstofumaður, Eyrarbakka
6. Anna Þorsteinsdóttir, landvörður, Selfossi
7. Sigurbjörn Snjólfsson, öryrki, Selfossi
8. Guðrún Lilja Magnúsdóttir, námsmaður, Selfossi
9. Halldór Pétur Þorsteinsson, verkfræðingur, Eyrarbakka
10. Kristín María Birgisdóttir, búfræðingur og námsmaður, Selfossi
11. Þröstur Þorsteinsson, vagnstjóri, Selfossi
12. Guðfinna Ólafsdóttir, læknaritari, Selfossi
13. Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur, Stokkseyri
14. Ingibjörg Stefánsdóttir, flokkstjóri, Selfossi
15. Sigfinnur Snorrason, jarðfræðingur, Selfossi
16. Guðrún Jónsdóttir, eftirlaunakona, Selfossi
17. Jón Hjartarson, fyrrverandi bæjarfulltrúi, Selfossi
18. Þórdís Eygló Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi, Selfossi

Í tilkynningu á Facebooksíðu framboðsins segir að unnið verði að málefnaskrá á næstu dögum. Hún byggir á grunngildum hreyfingarinnar þar sem áhersla verður lögð á jöfnuð og félagslegt réttlæti, umhverfisvernd, fjölbreytni í atvinnulífi, nýsköpun og öflugt skólasamfélag.

Fyrri greinTaka efni úr tíu námum í Bláskógabyggð
Næsta greinSAF fagna lögbannsúrskurði