Sunnlenska.is: Hanna og Perla framlengja við Selfoss Hanna og Perla framlengja við Selfoss ================================================================================ sunnlenska on 2018-04-15 22:56:00 Þetta eru frábærar fréttir fyrir handknattleiksdeild Selfoss, enda hafa þær verið lykilmenn liðsins í Olísdeildinni í vetur. Perla, sem er 21 ára línumaður, var markahæst í liði Selfoss í vetur með 100 mörk. Hrafnhildur Hanna er 22 ára skytta og hefur verið lykilmaður liðsins í nokkur ár en hún glímdi við meiðsli stóran hluta tímabilsins í vetur. Í tilkynningu frá stjórn deildarinnar segir að Selfyssingar séu hæstánægðir með að stelpurnar skuli halda tryggð við félagið.