Raw kókos Bounty bitar

FAGURGERÐI – MATUR // Þessir súkkulaði-kókosbitar eru algjört lostæti.

Þeir minna svolítið á Bounty súkkulaðið en eru auðvitað miklu hollari og jafnvel bragðbetri.

Það besta við þessa bita er að þeir eru einfaldir í framkvæmd og kalla ekki á mörg hráefni.

Uppskriftin er fengin af vefsíðunni http://chocolatecoveredkatie.com/

Hráefni:

  • 1 bolli kókosmjöl
  • 4 msk akasíuhunang (eða önnur sæta, t.d. hlynsíróp eða kókospálmasykur)
  • ½ tsk ekta vanilla (duft en ekki dropar)
  • 2 msk kókosolía
  • Örlítið sjávarsalt

+ 1 plata af dökku súkkulaði (ég notaði 85%) + 1 tsk af kókosolíu

Aðferð:

  1. Setjið allt hráefnið í matvinnsluvél og blandið vel saman.
  2. Notið fingurna til að móta litla ílanga bita og setjið á bökunarpappír (á bakka) og svo inn í frysti. Látið vera í frystinum í minnst klukkutíma.
  3. Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði ásamt kókosolíunni.
  4. Takið bitana úr frysti og dýfið þeim ofan í súkkulaðibráðina. Leggið bitana jafnóðum aftur á bökunarpappírinn.
  5. Setjið bakkann með bitunum aftur inn í frysti og geymið í nokkrar klukkustundir (2 klst er fínt – 4 klst enn betra) svo að súkkulaðið nái að harðna almennilega.
  6. Takið úr frystinum og njótið!
Fyrri greinSmári leiðir Pírata áfram
Næsta greinGuðmundur Tyrfingsson æfði með Norwich