Vinkonukaka

FAGURGERÐI – MATUR // Þessa hráköku gerði ég sérstaklega fyrir Kakónibbuhitting sem ég hélt fyrir skömmu.

Það er einstaklega gaman að útbúa rétti fyrir Kakónibburnar mínar því að þær kunna svo sannarlega að meta hollan og góðan mat. Réttirnir sem ég útbý fyrir þær verða líka alveg sérstaklega góðir því að það fer svo mikil ást í matinn.

Þessi hrákaka er einföld í framkvæmd. Þið ættuð meira að segja að geta gert þessa hráköku þó að þið eigið ekki matvinnsluvél. Botninn á að vera í grófara lagi og því ætti beittur hnífur að duga ykkur fínt.

Ég þarf varla að taka það fram en þessi hrákaka er alveg ofsalega góð á bragðið og voru Kakónibburnar mínar yfir sig hrifnar af henni.

Botninn:

  • 1 ½ bolli valhnetur (lagðar í bleyti yfir nótt)
  • 1 bolli döðlur
  • 2 msk hreint kakó (ég notaði frá Sólgæti)
  • Smá sjávarsalt

Súkkulaðið:

+ kókosflögur, bláber, gojiber, granateplakjarnar og kakónibbur til að skreyta með

Aðferð:

  1. Hellið útvötnunarvatninu af valhnetunum og skolið þær með hreinu vatni. Setjið valhneturnar í matvinnsluvél og kurlið þær niður (eða saxið þær smátt niður með góðum hníf). Passið að kurla hneturnar ekki of mikið, botninn á að vera grófur.
  2. Setjið valhnetukurlið í skál.
  3. Setjið döðlurnar í matvinnsluvél (eða saxið þær smátt niður með góðum hníf) og maukið. Til að mýkja döðlurnar er gott að láta döðlurnar liggja í sjóðandi heitu vatni í sirka 10 mínútur áður en þið vinnið með þær.
  4. Setjið döðlurnar í skálina með valhnetukurlinu. Bætið kakóduftinu og sjávarsaltinu saman við og blandið vel saman með sleikju.
  5. Setjið deigið í meðalstórt hringlaga form (ég notaði form sem var 26 cm í þvermáli). Sléttið vel úr deiginu og setjið formið inn í frysti á meðan þið búið til súkkulaðið.
  6. Bræðið kakósmjörið í vatnsbaði.
  7. Á meðan kakósmjörið er að bráðna, setjið þá kakóduftið, lucuma duftið, vanilluna og sjávarsaltið saman í skál og blandið vel saman.
  8. Þegar kakósmjörið er orðið fljótandi, setjið þá möndlusmjörið saman við kakósmjörið og blandið vel saman.
  9. Hellið kakó/möndlusmjörsblöndunni í skálina með þurrefnunum ásamt hunanginu og blandið vel saman með litlum písk.
  10. Sækið formið úr frystinum, hellið súkkulaðinu yfir og sléttið vel úr.
  11. Skreytið með muldum kókosflögum, bláberjum, gojiberjum, kakónibbum og granateplakjörnum. Athugið að þið þurfið alls ekki að nota þetta allt til að skreyta. Notið bara það sem þið eigið til og/eða það ykkur finnst gott.
  12. Setjið formið aftur inn í frysti og geymið í nokkrar klukkustundir. Best er að geyma kökuna yfir nótt í frystinum. Athugið að kakan þarf aðeins að standa á borðinu í nokkrar mínútur áður en þið skerið hana.

Njótið!

Fyrri greinMun betri veiði en undanfarin ár
Næsta grein„Mig langaði að stela þessu“