Cheerioshúðuð dásemd

FAGURGERÐI – MATUR // Þetta cheeriosnammi er engu líkt!

Uppskriftin kemur frá Gróu vinkonu, einnig þekkt sem Gróa Kakónibba 🙂

Cheeriosið sem ég nota í þessa uppskrift er ekkert venjulegt cheerios. Það er búið til úr kínóa og er glútenfrítt og mun hollara en þetta „venjulega“ cheerios.

Hráefni

Aðferð:

  1. Bræðið möndlusmjörið, kókossírópið og kókosolíuna í vatnsbaði.
  2. Bætið við vanillunni og sjávarsaltinu. Hrærið vel saman þannig að allt blandist vel saman.
  3. Skolið pistasíurnar og setjið í stóra skál ásamt cheeriosinu (aka Orgran Mulitgrain Cereal). Hrærið vel saman.
  4. Hellið möndlusmjörsblöndunni út í og blandið vel saman með sleif.
  5. Setjið bökunarpappír í kassalaga form og hellið cheeriosblöndunni út í. Notið hendurnar til að þjappa cheeriosinu niður í mótið. Möndlusmjörsblandan virkar eins og karamella og því þarf að þjappa vel svo að allt loði vel saman.
  6. Setjið formið inn í frysti á meðan þið bræðið súkkulaðið.
  7. Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði ásamt kókosolíunni. Þegar súkkulaðið hefur bráðnað alveg, takið þá formið úr frystinum. Notið matskeið til að láta súkkulaðið „leka“ yfir cheeriosblönduna þannig að súkkulaðið sé í „röndum“. Látið leka úr skeiðinni þvers og kruss yfir cheeriosblönduna.
  8. Setjið cheeriosnammið aftur inn í frysti í sirka 30 mín. Takið það svo upp úr forminu í heilu lagi með því að halda í bökunarpappírinn. Setjið bökunarpappírinn með cherriosonamminu á skurðbretti og notið beittan hníf til að skera nammið í bita. Skerið hægt en ákveðið.
  9. Setjið cheeriosnammið aftur inn í frysti og bíðið (eða reynið það amk) í sirka klukkutíma. Þá er nammið alveg fullkomið!

ATH. #1 Gróa notaði hnetusmjör í bland við möndlusmjörið. Það er ofsalega gott líka. Ef þið eruð mikið fyrir hnetusmjör þá mæli ég með að þið prófið þá útgáfu líka. Ég sleppti hnetusmjörinu aðallega vegna þess að það eru svo margir sem þola það ekki.

ATH. #2 Gróa notaði hunang í staðinn fyrir kókossíróp. Það er með hærri sykurstuðli en líka alveg ofsalega gott í þessa uppskrift. Í raun getið þið notað hvaða sætu sem er. Ég nota oftast kókossíróp vegna þess að það er með svo lágan sykurstuðul (GI 35).

ATH. #3 Af gefnu tilefni þá vil ég taka það fram að það virkar ekki að nota venjulegt cheerios í þessa uppskrift. Þetta kínóa-cheerios er stærra, stökkara, já og svo auðvitað hollara 🙂

ATH. #4 Smakkið möndlusmjörsblönduna til. Það getur vel verið að ykkur finnist blandan ekki vera nógu sæt, sérstaklega ef þið notið venjulegt möndlusmjör (það má líka). Bætið við meiri sætu ef ykkur finnst þurfa, en byrjið allavega á 1/4 bolla

Njótið!

johanna@sunnlenska.is

Fyrri greinMyndaveisla: Frábær stemmning á þjóðarleikvanginum
Næsta greinRagnarsmót kvenna hefst í kvöld