Dásamlegir súkkulaðimolar sem bráðna í munni

FAGURGERÐI – MATUR // Þetta súkkulaði er nýjasta uppáhaldið mitt. Ég er eiginlega fljótari að borða það en að búa það til.

Það er svo gott að það er ekki sjénsinn að ég geti átt það í meira en einn dag.

Hráefni:
1/2 bolli kakósmjör
1/2 bolli raw kakó (eða bara venjulegt lífrænt ef raw er ekki fáanlegt)
1/4 bolli kókossíróp (e. coconut nectar) (má einnig nota kókospálmasykur)
2 msk kókosolía, við stofuhita
1 msk lucuma
1 tsk lífræn vanilla (duft)
Smá sjávarsalt
100 gr pistasíuhnetur (lagðar í bleyti yfir nótt og teknar úr skelinni)
3 stk hrískökur, muldar

Aðferð:
1. Bræðið kakósmjörið í vatnsbaði. Þegar kakósmjörið hefur bráðnað alveg látið það þá kólna í smá stund.
2. Setjið kakóið, vanilluna, lucuma og sjávarsaltið í skál og hærið saman svo að allt blandist vel.
3. Setjið kókossírópið í skálina ásamt kakósmjörinu og blandið vel saman með litlum písk.
4. Setjið pistasíuhneturnar og muldu hrískökurnar í skálina og blandið vel saman.
5. Setjið súkkulaðið í lítil sílíkonform og inn í frysti.
6. Súkkulaðið er fljótt að ná föstu formi svo að þið ættuð ekki að þurfa að bíða lengi eftir að geta gætt ykkur á þessu dásamlega súkkulaði 🙂

ATH. #1 Kókossíróp er með lágan sykurstuðul eða GI 35. Kókóssíróp og kókospálmasykur er því góður kostur þegar kemur að því að velja sætu í eftirrétti og annað. Sjá nánar í þessum pistli mínum hér um sykur.

Njótið!

johanna@fagurgerdi.is

Fyrri greinEirný ráðin verkefnisstjóri
Næsta greinÁrborg og KFG skildu jöfn