Himnesk pizza

FAGURGERÐI – MATUR // Þessi pizza er algjörlega himnesk.

Botninn:
2 bollar sætar kartöflur, stappaðar (það eru sirka 3 litlar lífrænar)
1 bolli kjúklingabaunir, eldaðar
1 bolli kínóamjöl
1/4 bolli næringarger
2 msk chiafræ, möluð
1 tsk hvítlauksduft
1 tsk cumin
1/4 tsk sjávarsalt

Sósan:
300 ml af maukuðum tómötum (í flösku)
2 msk tómatpúrra
1 hvítlauksrif, pressað
1 tsk oreganó
1 tsk majoran
1 msk akasíuhunang
smá sjávarsalt
dass af svörtum pipar
smá sletta af ólífuolíu

Kasjúhnetuostur (gæti verið gott að tvöfalda uppskriftina, fer þó eftir smekk)

Aðferð:
1. Skerið sætu kartöflurnar í tvennt og bakið í ofni í klukkutíma á 160°C (með blæstri).
2. Leyfið kartöflunum að kólna örlítið áður en þið fjarlægið hýðið af þeim.
3. Eftir að hafa fjarlægt hýðið, setjið kartöflurnar í stóra skál og stappið vel.
4. Setjið kjúklingabaunirnar saman við og stappið vel.
5. Setjið kínómjölið í skálina og stappið/blandið vel.
6. Setjið næringargerið í skálina og blandið vel saman.
7. Malið chiafræin, t.d. í blandara. Passið ykkur að mala þau ekki of lengi því þá verða þau olíukennd. Þetta tekur bara örfáar sekúndur (fer reyndar eftir því hversu kraftmikill blandarinn ykkar er).
8. Setjið möluðu chiafræin ásamt hvítlauksduftinu, cumin og sjávarsaltinu í skálina og blandið vel saman.
9. Stillið bakaraofninn á 180°C (með blæstri).
10. Setjið bökunarpappír á ofnplötu og dreifið úr deginu með sleikju. Deigið þekur nánast alla plötuna. Athugið að það er gott að móta endana með sleikjunni þannig að þeir eru sléttir og fínir, en það er samt ekki nauðsynlegt.
11. Setjið í bakaraofninn og bakið í 25 mínútur.
12. Takið botninn úr ofninum og setjið það álegg á sem þið kjósið. Fyrir utan sósuna og kasjúhnetostinn set ég venjulega spínat, sveppi, rauða og græna papriku, tómata og rauðlauk.
13. Setjið aftur inn í ofn og bakið í sirka 15 mínútur á 200°C.
14. Leyfið pizzunni að kólna í smá stund áður en þið borðið.

Njótið!

johanna@fagurgerdi.is

Fyrri greinComedy klúbburinn opnar útibú á Fróni
Næsta greinÞrýstingssveiflur á heita vatninu