Raw pekankaka að hætti kokksins

FAGURGERÐI – MATUR // Þessa uppskrift fékk ég hjá Jóhanni Hannessyni, bróður mínum og kokki á Hilton Reykjavík Nordica.

Jói bróðir er algjör meistara kokkur. Hann hefur kennt mér ótal trix í eldhúsinu og á ég honum mikið að þakka. Ef ekki væri fyrir Jóa þá væri Royal búðingur það eina sem ég kynni að búa til.

Ég breytti uppskriftinni lítillega en annars er hún nokkurn veginn eins og Jói lét mig hafa hana.

Botninn:
2 bollar pekanhnetur (lagðar í bleyti yfir nótt)
1 bolli döðlur (lagðar í bleyti í heitu vatni í sirka 10 mín)
1 bolli gróft kókosmjöl
1/2 bolli kókosolía, við stofuhita
1/2 bolli raw kakó (eða bara lífrænt ef raw er ekki fáanlegt)
smá sjávarsalt

Allt sett í matvinnsluvél eða í kröftugan blandara og blandað vel saman. Sett í hringlaga form og inn í frysti í klukkutíma eða svo.

Fyllingin:
1 bolli kasjúhnetur (lagðar í bleyti í amk 4 klst eða yfir nótt)
1/2 bolli raw kakó (eða bara lífrænt ef raw er ekki fáanlegt)
1/4 bolli kókosolía, við stofuhita
1/4 bolli lífrænt hlynsíróp (eða önnur sæta)
1/2 bolli vatn
1 tsk lífræn vanilla
smá sjávarsalt

Allt sett í blandara og blandað þar til blandan er orðin silkimjúk. Blöndunni er síðan hellt yfir botninn og sett inn í frysti í hálftíma eða svo, þá ætti kakan að vera orðin tilbúin.

Njótið!

johanna@fagurgerdi.is

Fyrri greinHrepptu þriðja sætið á línudansamóti
Næsta greinArnar ráðinn til Fjölnis