Startaðu deginum með stæl

FAGURGERÐI – HEILSA // Mér finnst frábært þegar ég get byrjað daginn á að fá mér ávaxta/grænmetis hristing.

Það er bara eins og að fá orku og næringarsprautu beint í æð. Ég ætla að deila með ykkur uppáhalds uppskriftinni minni sem er keimlíkur vinæla heilsudrykknum Græna þruman sem fæst í Lifandi markaði.

Ástæðan fyrir því að þessi er í uppáhaldi hjá mér er að ég get geymt hann inni í ískáp í flösku í tvo daga og tekið með mér í vinnu á morgnana. Þannig að ég þarf ekki að gera nýjan hristing á hverjum morgni sem hentar mér mjög vel. Það eru ekki allir heilsudrykkir sem geymast vel en þeir sem innihalda ekki sítrus ávexti eru betur til þess fallnir að geyma í 1-2 daga án þess að þeir skemmist.

Ekki skemmir svo fyrir ef maður fær sér eitt Gullkorn með drykknum, en Gullkorn eru 52 jákvæð spjöld frá henni Rósu í Hugform sem er æðislegt að eiga og draga sér 1 spjald með morgunmatnum.

Grænn og vænn morgundjús
3-4 lúkur grænt spínat – nota einnig smá rucola ef ég á það til
ca 5-6 bitar frosið niðurskorið Mangó
ca 3-4 frosin Jarðaber
smá biti Engifer
1 tsk PH Green Superfood (má sleppa)
1 tsk kaldpressuð Hörfræolía
2 döðlur
ca ½-1 tsk Túrmerik
ca ½-1 tsk Cayenne pipar
Eplasafi eftir smekk

Einnig er hægt að bæta í grænu tei (Original Green tea powder) Ef manni vantar orku. Ég nota ½ – 1 bréf.

Það er lang best að prófa sig áfram og bæta við eða minnka skammta eftir smekk. Þetta er frekar stór uppskrift sem dugar í 2-3 glös.

Einnig má setja klaka með ef ávextir sem eru notaðir eru ekki frosnir þannig verður djúsinn aðeins dykkari og kaldari. Mér finnst óþarfi að nota ís með ef ávextirnir eru frosnir.

Ég frysti meira að segja spínatið þegar það er komið á síðasta söludag og nota í drykki en það er alls ekki hægt að nota frosið spínat í annað.

Svo er þetta allt sett í blandara og látið blandast vel saman.

Ég vona að þið njótið og verðið fyrir jákvæðum áhrifum frá þessum yndislega heilsudrykk.

Fyrri greinJónas Pálmar sendur heim
Næsta greinEndurvinnur slóg til útflutnings