Falleg augnumgjörð gerir gæfumun

FAGURGERÐI – FEGURÐ // Augu og augnumgjörð er stór þáttur í svipmóti hverrar manneskju.

Þessi þáttur er nýttur til fullnustu í persónusköpun í leikhúsum eins og þykkar og villtar augabrúnir vísindamannsins, dökkar, þunnar og bogadregnar brúnir trúðsins o.s.frv.

Mótun augabrúna og litun þeirra og augnhára geta vissulega dregið fram og skýrt lit augna og undirstrikað fegurð augnumgerða. Litun augnhára og augabrúna er hægt að rekja langt aftur í aldir sem fegurðarauka þó aðrar aðferðir og önnur efni hafi auðvitað verið notuð.

Litun og plokkun er vinsælasta meðferðin á snyrtistofum í dag. Fjöldi fólks (aðallega konur) koma mánaðarlega. Auðvelt að bæta litun og plokkun inn í andlitsmeðferðir sem og að bjóða hana sem sérmeðhöndlun.

Hægt er að velja á milli nokkurra litatóna því misjafnt er hvað fer fólki vel. Brúnir eru mótaðar og hægt er að velja plokkun eða vax. Munurinn á vaxi og plokkun er sá að með vaxinu fara öll fínu ljósu hárin mun betur – hárin eru þó tekin með rót í báðum tilfellum.

Eitt að því skemmtilegasta sem við snyrtifræðingar upplifum í starfi okkar er þegar kúnninn lítur í spegill eftir meðferð og er yfir sig ánægður með breytinguna sem litun og plokkun gerir.


Hér sjáið þið hvað mótun á augabrúnum gerir mikið.

Mig langar einnig til að kynna fyrir ykkur varanlega förðun því það er snilldarlausn til að líta betur út hvenær sem er dagsins eða sólarhringsins, ef því er að skipta. Þetta er leið sem margir kjósa í dag.

Elísabet Hólm Júlíusdóttir á Snyrtistofunni Evu á Selfossi er með full réttindi í varanlegri förðun og með viðurkenningu og vottun frá Landlækni / Heilbrigðiseftirlitinu.

Það hefur verið nóg að gera hjá henni því margir vilja fá varanlegan lit í augnabrúnir. Sumir eru með gisnar augnabrúnir og vilja komast hjá því að fara oft í litun eða þurfa setja daglega lit í brúnirnar. Í mörgum tilvikum vantar hluta brúnina að einhverju eða öllu leyti og þá má bæta við það sem upp á vantar.

Það eru nokkrar aðferðir til að setja á Förðunartatto en „hairstroke tecnique“, eða hárstroku aðferðin er falleg þegar kemur að augabrúnum og gerir förðunina afar náttúrulega. Með hárstrokuaðferðinni er átt við aðferð þar sem líkt er eftir hárum í augabrúnunum.

Þessi aðferð (Hairstroke Tatto) hefur ekki bara fagurfræðilegt gildi heldur sparar tíma, peninga og kemur í veg fyrir daglegan pirring fyrir þá sem eiga erfitt með að setja á sig farða eða hefur jafnvel ofnæmi fyrir hefðbundnum snyrtivörum.

Þegar fólk gengst undir krabbameinsmeðferð þar sem hárið dettur af getur gert heilmikið að láta setja varanlegan lit í brúnir. Þá er gott að koma áður en öll hárin falla af til að sjá staðsetningu brúnanna, þannig að þegar og ef hárin koma aftur er staðsetningin fullkomin.

Einnig er vinsælt að setja varanlegan lit í augnlínu (efri og/eða neðri) og er þá augnsvipurinn styrktur og skerptur. Hið sama gildir um varalínuna og vel er hægt að láta línuna liggja utan með vörunum til að þær sýnist fyllri.

Varanleg förðun er fyrir alla sem vilja líta sem allra best út alltaf, jafnvel þegar að þeir vakna 🙂

Hér má sjá mikið af fyrir og eftir myndum af varanlegri förðun.

ragnabjorg@fagurgerdi.is

Fyrri greinHamar tapaði heima
Næsta greinNýr 716 fermetra veitingasalur