Nýtt jafnvægi

FAGURGERÐI – TÍSKA // Hverjum hlakkar ekki til að fara úr kuldaskónum og stígvélunum yfir í sumarlega og létta skó?

Ég held að það hafi ekki farið fram hjá neinum síðasta sumar að Nike Free tröllreið allri skótísku hér á landi. Mjög skemmtilegt trend, en varð kannski aðeins „too much“. Ekki misskilja mig, ég fagna því þegar skótískan er lágbotna þó svo að það sé alltaf gaman að fara yfir á hælana þegar maður gerir sér glaðan dag.

New Balance strigaskórnir voru samhliða Nike Free trendinu úti í heimi á síðasta ári en einhvern veginn náðu þeir ekki alveg hingað á klakann. Ég spái því að þetta verði nýjasta strigaskó æðið sem gengur á land þetta sumarið enda eru þeir ótrúlega fallegir og smart.

En munið að það má skipta um skó þó svo að eitthvað heitt trend sé í gangi.

Fyrri greinLand undir hreinsistöð kostar 15 milljónir
Næsta greinSnæfell fagnaði í Hveragerði