Mamma veit best

FAGURGERÐI – HEILSA // Í Kópavoginum leynist lítil heilsubúð sem fáir vita af. Þessi heilsubúð er uppáhalds búðin mín.

Ég er alltaf að gera verðkannanir þegar ég kaupi heilsuvörur og legg á minnið hvar besta verðið er. Það er nefnilega allt of oft þannig að fólk fer inn í eina heilsubúð, blöskrar verðið og gefur „heilsudótaríinu“ ekki meiri sjéns. Málið er að það munar oft heilmiklu á verðinu þannig að það margborgar sig að gera verðsamanburð.

Þessi litla krúttlega heilsubúð heitir Mamma veit best. Ekki nóg með það að þau séu með besta verðið þá er þjónustan líka algjörlega frábær hjá þeim. Starfsfólkið þar er uppfullt af fróðleik og getur svarað manni um nánast hvað sem er. Mér finnst það einmitt vera ómissandi partur af því að fara í heilsubúð. Þú átt ekki að þurfa að lesa heilu bækurnar um vöruna áður en þú kaupir hana – starfsfólkið á að geta hjálpað manni og upplýst mann um það sem maður þarf að vita um tiltekna vöru.

Mamma veit best er líka með vefverslun svo að fólk þarf ekki að gera sér spes ferð í Kópavoginn. Ég mæli samt eindregið með að fólk leggi leið sína við tækifæri í þessa frábæru búð þó það væri ekki nema bara að hitta allt það dásamlega fólk sem þar vinnur.

Að lokum langar mig að mæla með nokkrum vörum sem fást í Mamma veit best. Fyrst ber að nefna allar vörunar frá Navitas. Eftir að hafa prófað hin ýmsu merki þá hef ég komist að þeirri niðurstöðu að Navitas er einfaldlega lang besta merkið. Það er heldur engin tilviljun að allir helstu heilsugúrúarnir úti í heimi mæla með Navitas. Íslandsvinurinn David Wolfe og hin síunga Mimi Kirk eru bara fáein nöfn sem hafa dásamað Navitas vörurnar. Ég mæli sérstaklega með hempfræjunum, chiafræjunum og raw kókóduftinu frá þeim. Svo er kókosvatnið frá þeim algjörlega frábært og náttúrulegur orkudrykkur.

Kísillinn frá Purelife er líka vara sem vert er að mæla með. Hann detoxar, styrkir hár, húð og neglur – svo fátt eitt sé nefnt. Ég mæli þó ekki með að fólk taki hann inn að staðaldri þar sem langvarandi neysla getur skaðað nýrun.

Magnesíumduftið frá Natural Vitality er svo í miklu uppáhaldi hjá mér og vinkonum mínum í Kakónibbunum. Maður sefur einfaldlega svo miklu betur eftir að hafa fengið sér bolla af magnesíum fyrir háttinn.

Góðgerlarnir frá Dr. Mercola bæta svo meltinguna og styrkja ónæmiskerfið. Eftir að hafa prófað góðgerla frá mismunandi framleiðendum er ég á því að góðgerlanir frá Dr. Mercola séu þeir allra bestu.

Ég mæli með að fólk kíkji á heimasíðu Mamma veit best og kynni sér vöruúrvalið hjá þeim. Ég mæli líka með að fólk geri verðkannanir því að það munar oft ótrúlega miklu á verðinu. Fólk ætti samt aldrei að sjá eftir þeim peningum sem það ver í heilsuvörur því að það kostar svo margfalt meira að veikjast. Mitt mottó er að lifa VEL og lengi. Ekki bara lengi.

Heimasíða Mamma veit best


Við Kakónibburnar með David Wolfe þegar hann hélt fyrirlestur á Íslandi árið 2012. sunnlenska.is/Edda María Baldvinsdóttir

Fyrri greinBjörn G. Snær yfirlæknir
Næsta greinHótel á Hellu rís hratt