Lifðu í lukku og líka í krukku

FAGURGERÐI – HEIMILIÐ // Ég verð að játa það fyrir ykkur að ég er „Krukkuskrukka“. Ég hef verið það lengi. Ég þekki líka nokkrar Krukkuskrukkur sem deila þessum áhuga mínum.

Núna eru sjálfsagt einhverjir sem spyrja sig hvað er Krukkuskrukka? Fyrir þá sem ekki vita það þá eru það nokkur ákveðin einkenni sem manneskja þarf að hafa til að geta kallað sig Krukkuskrukku.

Ef þú segir „já“ við fjórum af eftirfarandi fullyrðingum ertu Krukkuskrukka.

1) Mér finnst glærar krukkur ótrúlega fallegar.
2) Ég á fullar skúffur af krukkum og ég er ekki að fara að gera sultu
3) Ég hef staðið fyrir framan hilluna í Bónus og starað á krukkur af rauðbeðum eða rauðkáli og ímyndað mér hvernig kerti eða blóm ég gæti sett í ákv. krukkur.
4) Ég hef komið heim með stóra krukku af súrsuðum gúrkum eða öðru góðgæti bara af því krukkan var svo falleg. Ekki af því að ég hefði áhuga á innihaldinu.
5) Ég hef mikinn áhuga á að endurnýta og endurvinna hluti.

Krukkur eru til margra hluta nytsamlegar og oft er hægt að gera ótrúlega fallega hluti fyrir lítinn pening. Ég vil líka benda þeim á sem eru nýjir í krukkubransanum og oft er ódýrara að kaupa krukku með innihaldi í en að kaupa þær tómar.

Vona það þið getið nýtt ykkur einhverjar af þessum hugmyndum hér fyrir neðan.

Fyrri greinMaðurinn fluttur með þyrlu til Reykjavíkur
Næsta greinÓkeypis næring fyrir hugann