Magdalena Eldey heillaði dómnefndina og salinn

Magdalena Eldey Þórsdóttir frá Hvolsvelli sigraði í Söngkeppni Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands sem haldin var í Iðu í kvöld.

Magdalena heillaði dómnefndina og salinn með fádæma öruggum flutningi á lagi Amy Winehouse, Back to Black.

Í öðru sæti varð Aldís Elva Róbertsdóttir frá Selfossi sem flutti lagið Ást eftir Magnús Þór Sigmundsson og í 3. sæti varð Kristrún Ósk Baldursdóttir frá Hvolsvelli sem flutti Zara Larsson lagið Uncovered.

Verðlaunin fyrir bestu sviðsframkomuna komu í hlut Kolbrúnar Kötlu Jónsdóttur frá Lyngholti í Flóahreppi sem flutti lagið Unfortunate Souls úr kvikmyndinni Litla hafmeyjan.

Eins og áður var kvöldið í Iðu glæsilegt, óvenju töfrandi reyndar þetta árið, þar sem Harry Potter var þema kvöldsins. Tíu glæsileg atriði kepptu um sigurinn að þessu sinni.

Fyrri greinGöngustíg við Gullfoss lokað
Næsta greinEnn sígur á ógæfuhliðina hjá Þór