Boltaballið – Þau skora á þig að mæta

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Fulltrúar liðana þau Arnór Ingi og Barbára Sól skora á þig að mæta!

Hið árlega styrktarball knattspyrnudeildar Selfoss verður í Hvútahúsinu laugardagskvöldið 4. mars. Að venju verður mikið um dýrðir.

Fram koma m.a. Allt í einu, Sælan, DJ Búni, Þórir Geir úr Voice og rúsínan í pylsuendanum Léttsveit Gunnars Borgþórssonar ásamt hinu rómaða Boltabandi.

Miðasalan á ballið er hjá strákunum og stelpunum í meistaraflokki og 2. flokki karla og kvenna - og þau skora á þig að mæta!

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti