Tuttugu ára afmæli „Ég verð heima um jólin“

Kvartett Kristjönu Stefánsdóttur heldur jóladjasstónleika í Tryggvaskála, Selfossi, miðvikudagskvöldið 21. desember kl. 21:00.

Sérstakur gestur verður stórsöngvarinn Þór Breiðfjörð.

Árið 1996 gaf kvartettinn út geislaplötuna Ég verð heima um jólin sem fékk góðar viðtökur.

Árin eftir útkomu plötunnar varð jóladjassinn að árlegum viðburði í menningarlífi Sunnlendinga og geislaplatan varð vinsæl á heimilum landsmanna og seldist upp. Hún var þó endurútgefin fyrir nokkrum árum af Dimmu útgáfu.

Á tónleikunum í Skálanum mun kvartettinn leika jólalög í djössuðum útsetningum. Kvartettinn skipa auk Kristjönu, þeir Gunnar Jónsson á trommur, Smári Kristjánsson á bassa og Vignir Þór Stefánsson á píanó.

Miðaverð er kr. 3.000 og er selt við innganginn. Ath. enginn posi

Fyrri greinFögnum með Þórði og Sváfni
Næsta greinKvenfélögin gáfu sjúkrarúm og lyftu