ML átti vinsælasta atriðið

Fulltrúar Menntaskólans að Laugarvatni stóðu sig vel í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór á laugardagskvöld. Atriði ML lenti í þriðja sæti og var kosið vinsælasta atriði keppninnar í símakosningu.

Það voru þau Guðbjörg Viðja Antonsdóttir, Aron Ýmir Antonsson, Elva Rún Pétursdóttir, Guðjón Andri Jóhannsson og Sigrún Birna Pétursdóttir sem fluttu Queen-lagið Somebody to Love.

Tólf skólar komust í úrslit keppninnar en þar bar Menntaskólinn við Hamrahlíð sigur úr bítum og í öðru sæti hafnaði Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi.

Fyrri greinHagstæðast að búa í Grímsnes- og Grafningshreppi
Næsta greinDagný skoraði í sigri Íslands