Spánýtt sunnlenskt dúó fæðist í Berlín – Myndband

Dúettinn Lesula er líklega nýjasta sunnlenska hljómsveitin, en nýtt lag frá sveitinni, hið fyrsta, fór í loftið um nýliðna helgi.

Lesula skipa þeir Daði Freyr Pétursson og Jökull Logi Arnarsson en þeir búa báðir í Berlín þar sem þeir eru að læra hljóðtækni.

Fyrsta lag hljómsveitarinnar heitir Reinickendorf, eftir hverfinu sem þeir búa í, en lagið var samið þar og myndbandið var einnig tekið upp í hverfinu. Framleiðslan er alsunnlensk en Skeiðakonan Árný Fjóla Ásmundsdóttir tók upp myndbandið.

„Þetta er spánýtt lag frá spánýju bandi. Við Daði Freyr höfum verið að semja saman síðustu mánuði, en þetta er fyrsta útgáfan okkar,“ sagði Stokkseyringurinn Jökull Logi fjallhress í örstuttu viðtali við sunnlenska.is.

Fyrri greinVinnuslys á Selfossi
Næsta greinStokkseyringar lutu í gervigras