Inghóls Reunion með Sálinni 7. maí

Laugardaginn 7. maí verður blásið til áttunda Inghóls endurfundaballsins, eða Inghóls Reunion, í Hvítahúsinu á Selfossi en ballið er tileinkað öllum þeim sem voru á djamminu á árunum 1985 til 2001 á Selfossi.

Sálin hans Jóns míns mun leika fyrir dansi og verður sjálfur Herbert Guðmundsson, sérstakur gestur hjá þeim. Má því segja að nostalgían muni svífa þar yfir vötnum og er aldurstakmarkið sem fyrr 30 ár.

„Þetta kvöld er einstaklega gott tækifæri fyrir alla þá sem stefna að bekkjarkvöldi eða öðrum endurfundum og því er um að gera að nýta þetta skemmtilega kvöld og taka daginn frá,“ segir Einar Björnsson, staðarhaldari í Hvítahúsinu og greinir jafnframt frá því að hér eftir verði þetta ball haldið árlega fyrsta laugardaginn í maí.

Fyrri greinFjórir formenn í Kirsuberjagarðinum
Næsta greinFSu steinlá í Njarðvík