Jazz- og blúshátíð á Blómstrandi dögum

Blús-sveit Jonna Ólafs (Pelican) ásamt Halldóri Bragasyni (Vinir Dóra) verður aðal númer Jazz- og blúshátíðar Hveragerðis þann 14. ágúst næstkomandi.

Jonna og félaga þarf vart að kynna enda landsþekktir og margverðlaunaðir blúsarar þar á ferð.

Beebee and the Bluebirds koma einnig fram en þar eru á ferðinni ungir og upprennandi tónlistarmenn.

Vigdís Ásgeirsdóttir ásamt jazzhljómsveitinni Smáaurarnir stíga á stokk og flytja blöndu af brasilískum og hefðbundinni jazztónlist en Vigdís er ein af efnilegri jazzsöngkonum þjóðarinnar.

Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin fer fram og er hún hluti af dagskrá bæjarhátíðarinnar Blómstrandi dagar 2015. Hátíðin er samstarfsverkefni Hljómlistarfélags Hveragerðis, Hótels Arkar og Hveragerðisbæjar. Húsið opnar kl. 20:30, miðaverð er kr. 2000.

Framkvæmdastjóri viðburðarins er Páll Sveinsson.

Fyrri greinGestamolar
Næsta greinEitt fallegasta litastóð íslenska hestsins er í Sölvholti í Flóa