Upplyfting á Selfossi í fyrsta sinn í langan tíma

Laugardagskvöldið 30. nóvember mun danshljómsveitin Upplyfting slá upp balli í Hvítahúsinu á Selfossi. Nú eru 25 ár síðan hljómsveitin spilaði síðast á Selfossi.

Þar sem langt er liðið síðan þeir félagar sinntu dansþyrstum Sunnlendingum eru þeir staðráðnir í að sanna að þeir hafi engu gleymt. Traustur vinur, Rabbarbara Rúna og Endurfundir fá eflaust að hljóma í Hvítahúsinu.

Upplyftingu skipa Sigurður Dagbjartsson, gítar/söngur, Magnús Stefánsson, bassi/söngur, Már Elíson, trommur/söngur, Kristján B. Snorrason, harmonikka/hljómborð/söngur.

Aldurstakmark er 25 ár.

Fyrri greinÁrborg úr leik í bikarnum
Næsta greinAðstöðuhús úr sverum trjáviði