Þakkir frá sjúkraflutningamönnum

Sjúkraflutningamenn í Árnessýslu vilja koma á framfæri kæru þakklæti til allra þeirra sem studdu við bakið á þeim vegna útgáfu og sölu dagatals fyrir árið 2015.

Sérstaklega vilja þeir þakka styrktaraðilum sínum stuðninginn en þeir voru: Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Jeppasmiðjan, B.R. flutningar, Olís, Bakkaverk ehf., Árvirkinn, AB skálinn, Sólning og Íslandsbanki.

Eins vilja þeir þakka þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem lögðu til gjafir kærlega fyrir, en það voru: Tommi og Fannar í Tryggvaskála sem gáfu gjafabréf í Tryggvaskála, Arna hjá Bylgjur og bartar sem gaf gjafabréf í klippingu fyrir alla fjölskyldumeðlimi í báðum fjölskyldunum, Bónus sem gaf konfekt og jólanammi, Nettó sem gaf matvöru, Björgunarfélag Árborgar sem gaf flugeldapakka, Hamborgarabúlla Tómasar sem gaf hamborgaraveislu, Sólning sem gaf umfelgun og Íslandsbanki sem gaf leikhúsmiða og færði öllum börnunum og unglingunum glaðning frá bankanum.

Sjúkraflutningamenn langar líka að færa starfsfólki hjá Íslandsbanka sérstakt þakklæti fyrir þolinmæði og jákvæðni í sinn garð sem og Lýð G. Guðmundssyni, ljósmyndara hjá Ljósmyndastofu Suðurlands, fyrir myndatökurnar.

Eins vilja þeir færa starfsfólki Útvarps Suðurlands FM kærar þakkir fyrir þolinmæðina og umfjöllunina. Á engan er hallað þegar Gulla G. er þakkað sérstaklega fyrir hans þátt.

Að lokum vilja sjúkraflutningamenn svo færa öllum sem keyptu dagatal kærar þakkir. Án ykkar hefði þetta aldrei verið gerlegt. Félag sjúkraflutningamanna í Árnessýslu óskar ykkur öllum gleði og friðar á nýju ári og megi nýja árið verða ykkur óhappa og slysalaust.

Stefán Pétursson,
formaður Félags sjúkraflutningamanna í Árnessýslu.

Fyrri greinSparkaði í lögreglubíl
Næsta grein„Drengirnir geta verið stoltir af þessu afreki“